Jólakveðja
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Hlökkum til að taka á móti nýju ári með nýjum tækifærum. Nemendur mæta aftur til skóla þriðjudaginn 3. janúar samkv. stundatöflu. Meðfylgjandi er lítil jólasaga sem skrifuð er af tveimur nemendum í 6. bekk Leitin af jólasveinunum Það er …
Litlu jólin samkvæmt dagskrá
Skólinn er opinn og litlu jólin verða samkvæmt dagskrá 20. desember. Skilaboð frá GT bílum varðandi skólaakstur: Lokað er á Votmúlavegi og í Tjarnabyggð. Greiðfært er á stofnbrautum innanbæjar. Leiðbeiningar til forsjáraðila þegar óveður raskar skólastarfi Nú er gul veðurviðvörun sem getur haft nokkur eða staðbundin áhrif og valdið töfum, slysum eða tjóni ef aðgát …
Stjórnmálaverkefni í Kviku
Síðustu vikur hefur 10. bekkur unnið hörðum höndum að stjórnmálaverkefni í Kviku þar sem þau hafa stofnað stjórnmálaflokka og útbúið stefnuskrár. Í dag voru flokkarnir með kynningar og í kjölfarið voru kosningar þar sem nemendur ásamt öllu starfsfólki skólans gátu kosið. Verkefnið miðar að því að þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun, sjálfstæði og samvinnu og …
Skólablak
Sunnulækjarskóli tók þátt í skólablakmóti sem að Blaksamband Íslands stóð fyrir í samstarfi við UMFÍ, ÍSÍ og Evrópska Blaksambandið. Markmiðið með verkefninu var að kynna blakíþróttina fyrir krökkum og kennurum og auka sýnileika hennar á landsvísu. Það voru nemendur í 6. bekk sem fóru í Lindexhöllina, lærðu takta af landsliðsmönnum og spiluðu blak. Áhugavert og skemmtilegt verkefni …
Viðurkenning fyrir þátttöku í Ólympíuhlaupi ÍSÍ
Skólanum barst í vikunni viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í Ólympíuhlaupunnu. Alls tóku 609 nemendur þátt og fóru 2330 km.. Það má segja að nemendur hafi hlaupið rétt tæplega tvo hringi í kringum Ísland. Að meðaltali hljóp hver nemandi um 3,8 km. sem er vel gert.
Dagur íslenskrar náttúru
Haldið er upp á Dag íslenskrar náttúru þann 16. september og hefur það verið gert árlega frá árinu 2010 en þá var ákveðið að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag til að undirstrika mikilvægi hennar. Að því tilefni unnu nemendur í 7. bekk skemmtilegt verkefni úti í náttúrunni þar sem nemendur unnu með náttúrulegan efnivið til …