Boðskort

Verið velkomin í Listasafn Árnesinga fimmtudaginn 31. október kl. 17:00

Nemendur úr 3. bekk við Sunnulækjarskóla Selfossi sýna sviðsmynda- og sprettibækur sem unnin eru út frá sýningunni Einu sinni var… þar sem sjá má listaverk Ásgríms Jónssonar sem byggja á þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar.

Á opnuninni verður dregið úr spurningaleiknum sem nemendur tóku þátt í þegar þau heimsóttu safnið og fær einn heppinn nemandi verðlaunapakka. Heitt kakó og piparkökur í boði safnsins.

Sýningin stendur til sunnudagsins 3. nóvember og er opin frá kl. 12-18.