Guðríður Einarsdóttir

Bíódagar

Miðvikudaginn 2. júní fóru fram Bíódagar á unglingastigi í Sunnulækjarskóla. Bíódagar eru afrakstur af stuttmyndavinnu nemenda í Kviku. Miklill metnaður var lagður í myndirnar og tók sýningin 2 klukkustundir samtals.  Sérstakar þakkir fá Aron Sigþórsson og Daníel Breki Elvarsson nemendur í 9. bekk sem eyddu miklum tíma í að koma þessu öllu saman. Starfsfólk Bíóhússins …

Bíódagar Lesa Meira>>

7. bekkur í ferðalagi

Frábær ferð 7. bekkja í Þykkvabæinn frá 2.-3. júní.  Mikið var hlegið, spjallað og leikið í yndislegu veðri. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru til fyrirmyndar öll sem eitt. Nokkrar myndir fylgja með.

Sumarlestur í Sunnulæk!

Sumarlestur í Sunnulækjarskóla! Líkt og í fyrrasumar mun skólasafn Sunnulækjarskóla efna til lestrarátaks í sumarfríinu. Markmið sumarlestursins er að viðhalda lestrarhæfni nemenda og örva lestrarvenjur þeirra. Stuðla þarf með öllum ráðum að yndislestri barna og auka áhuga þeirra á lestri sér til skemmtunar því hætta er á að lestrarfærnin dali ef hún er ekki þjálfuð …

Sumarlestur í Sunnulæk! Lesa Meira>>

Karlmennskan

Þann 20. apríl fengum við Þorstein V. Einarsson til að vera með fyrirlestur í unglingadeild sem ber heitið Karlmennskan.  Þorsteinn er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands en starfaði lengi sem forstöðumaður og deildarstjóri félagsmiðstöðva í Reykjavík. Frá því í lok árs 2018 hefur hann starfað við fyrirlestra, pistla og greinaskrif og …

Karlmennskan Lesa Meira>>