Guðríður Einarsdóttir

Bíódagar Kviku

Föstudaginn 27. maí var haldin heljarinnar lokahátíð í Kviku hjá 9. og 10. bekk með stuttmyndakeppninni Bíódögum. Vinnan við stuttmyndakeppnina stóð yfir í rúmar 5 vikur og þemað í ár var „samskipti og samfélagsmiðlar“ og nemendur höfðu svo til frjálsar hendur til að túlka það á sinn hátt. Mikil vinna er að baki hverrar stuttmyndar, …

Bíódagar Kviku Lesa Meira>>

Sumarlestur í Sunnulækjarskóla

Líkt og í fyrrasumar mun skólasafn Sunnulækjarskóla efna til lestrarátaks í sumarfríinu. Markmið sumarlesturs er að viðhalda lestrarhæfni nemenda og örva lestrarvenjur þeirra. Stuðla þarf með öllum ráðum að yndislestri barna og auka áhuga þeirra á lestri sér til skemmtunar því hætta er á að lestrarfærnin dali ef hún er ekki þjálfuð yfir sumartímann. Átakið …

Sumarlestur í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Stóra upplestrarkeppnin í Árborg

Stóra upplestrarkeppnin í Árborg 2022 var haldin með hátíðlegu yfirbragði við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fimmtudaginn 24. mars síðastliðinn. Stóra upplestrarkeppnin hefur átt fastan sess í íslensku skólastarfi um land allt frá skólaárinu 1996-1997. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn eru stofnendur keppninnar og hafa haldið utan um skipulagið öll þessi ár en …

Stóra upplestrarkeppnin í Árborg Lesa Meira>>

Kór Sunnulækjarskóla

Kór Sunnulækjarskóla hélt sína fyrstu tónleika á miðvikudag sl. fyrir fullu húsi aðstandenda. Kórfélagar stóðu sig mjög vel og var gerður góður rómur að song og ekki síst sönggleði kórsins. Tónlistin var fjölbreytt og spannaði allt frá hefðbundnum barna- og kórlögum til Pink Floyd og KK svo eitthvað sé nefnt. Kórinn hyggur á aðra tónleika …

Kór Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Myndmenntaval á Listasafni Árnesinga

Nemendur í myndmenntavali fóru í menningarferð til Hveragerðis mánudaginn 7. mars. Fóru þau á myndlistarsýningar á Listasafni Árnesinga Hveragerði. Nemendur fengu fræðandi leiðsögn um fjórar myndlistarsýningar, en þær voru: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir – Þú ert kveikjan / You are the Input Magnús Helgason – Rólon / Roll on Þórdís Erla Zoega – Hringrás / Routine …

Myndmenntaval á Listasafni Árnesinga Lesa Meira>>

Víkingaöld í Sunnulækjarskóla

Nemendur í 8. bekk eru að hefja lestur á Íslendingasögum og fengu af því tilefni kynningu á klæðnaði, skarti, vopnum og siðum víkingaaldar frá meðlimum í víkingafélaginu Rimmugýg. Nú hafa nemendur fundið hvernig er að bera sverð og skjöld og vita hversu ótrúlega þung hringabrynja er. Þau hafa fengið að skoða hefðbundinn klæðnað víkinganna og …

Víkingaöld í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Skákkennsla grunnskólakrakka

Vegna forfalla leiðbeinanda byrjar skáknámskeiðið ekki laugardaginn 29. janúar eins og til stóð. Ný frétt fer í loftið þegar dagsetning verður staðfest.  Fyrri frétt: Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Oddgeir Ágúst Ottesen og Ingimundur Sigurmundsson hjá Skákfélagi Selfoss og nágrennis sjá um kennsluna. Þetta verða 10 skipti …

Skákkennsla grunnskólakrakka Lesa Meira>>