Boðsundskeppni grunnskólanna

Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í annað skipti á miðvikudaginn síðastliðin. Sundsamband Íslands hélt keppnina í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Alls voru 22 skólar skráðir til leiks með 43 lið í heildina, 24 yngri lið og 19 eldri. Keppt var í flokki 5.-7. bekkjar og og 8.-10. bekkjar í 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. Þetta voru blandaðar sveitir – skipaðar stelpum og strákum. Keppnin fór þannig fram að 12 hröðustu liðin úr hvorum flokki fóru í undanúrslit og síðan 6 hröðustu liðin í fyrri úrslitariðil. Þar kepptu liðin um að komast í lokaúrslitariðil þar sem 3 lið kepptu um efstu sætin. Allt í allt gátu hröðustu liðin því synt fjórar umferðir. Gífurleg stemning myndaðist í lauginni en ætla má að um 360 börn hafi mætt í laugina ásamt fylgdarfólki. Þau fengu svo öll þátttökuverðlaun frá SSÍ að keppni lokinni.

Sunnulækjarskóli sendi keppendur til þátttöku í ár eins og í fyrra. Við vorum með eitt lið í hvorum flokki. Góður árangur náðist og komust yngri keppendur í 12 liða undanúrslit en eldri krakkarnir endaði í 13.sæti. Yngri krakkarnir enduðu síðan í 9.sæti. Allir stóðu sig vel og höfðu gaman af. Farið var í rútu ásamt Vallskóla.  Á meðfylgjandi mynd má sjá allan hópinn saman.