Bókagjöf

Nú í vikunni bárust Sunnulækjarskóla 40 pólskar bækur að gjöf frá sveitarfélaginu. Meðal bókanna leynast margs konar bækur, unglingaskáldsögur, skemmtilegar léttlestrarbækur og fræðibækur ásamt bókum um hinn sívinsæla Kidda Klaufa.Gjöfin kemur sér afar vel fyrir alla pólskumælandi nemendur skólans og kunnum við sveitarfélaginu bestu þakkir fyrir.