Afrakstur góðgerðadaga

Sölubás á markaði

Í morgun, að lokinni söngstund, afhentu nemendur afrakstur góðgerðadaganna.
Ákveðið var að þetta árið mundu nemendur styrkja Björgunarfélag Árborgar.

Afrakstur góðgerðadaganna var 1.503.274 kr. og voru það stoltir nemendur sem afhentu fulltrúum Björgunarfélagssins fullan kassa af peningaseðlum.

Við þökkum öllum sem að góðgerðadögunum komu, nemendum, starfsmönnum, styrktaraðilum og síðast en ekki síst foreldrum og aðstandendum nemenda sem komu og keyptu vörurnar á markaðnum s.l. föstudag.