Borðtennisæfingar í Sunnulækjarskóla

Borðtennisæfingar verða haldnar í Sunnulækjarskóla fyrir nemendur í 5.-10. bekk frá 13. maí til 3. júní, miðvikudaga kl. 17:30 – 18:30  og  föstudaga kl. 16:00 – 17:00.

Megináhersla á æfingum verður að hafa gaman af að spila borðtennis, kynnast ýmsum borðtennisleikjum og bæta færni sína í borðtennis.

Fyrsta borðtennisæfingin var haldin í gær, miðvikudaginn 13. maí og tókst afar vel. Nemendur voru áhugasamir og einbeitingin skein úr hverju andliti.

Borðtennisæfingar verða haldnar í Sunnulækjarskóla fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk frá 13. maí til 3. júní, miðvikudaga kl. 17:30 – 18:30  og  föstudaga kl. 16:00 – 17:00.

Megináhersla á æfingum verður að hafa gaman af að spila borðtennis, kynnast ýmsum borðtennisleikjum og bæta færni sína í borðtennis.

Fyrsta borðtennisæfingin var haldin í gær, miðvikudaginn 13. maí og tókst afar vel. Nemendur voru áhugasamir og einbeitingin skein úr hverju andliti.

Spilaður var tvíliðaleikur á borðunum þannig að allir gætu verið að spila í einu. Einnig var liðakeppni, tveir í hverju liði þar sem keppt var í borðtennis; tvíliðaleik, tröpputennis og boðtennis.

.