Skólahald frá 4. maí

Frá og með mánudeginum 4. maí mun takmörkunum sem gilt hafa um skólastarf grunnskóla vegna Covid-19 verða aflétt.

Því mun skólastarf Sunnulækjarskóla hefjast samkvæmt stundatöflu kl. 8:10 þann dag.

Starfsemi mötuneytis, kennsla í íþróttum og sundi og list- og verkgreinum ásamt öllu öðru skólastarfi mun því færast í eðlilegt horf frá og með þeim degi.

Foreldrar og starfsmenn munu hins vegar halda áfram að fara að reglum um hámarksfjölda í einu rými, þ.e. 50 manns og gæta að 2 m reglunni. Við biðjum foreldra um að hafa það í huga, sérstaklega þegar yngstu nemendum er fylgt til skóla eða þeir sóttir í skólalok. Vera má að þá þurfi að bíða við skóladyr ef margir fullorðnir eru mættir á sama tíma og gæta að 2 m reglunni í þeirri biðröð.

Vegna fjöldatakmarkana á samkomum fullorðinna munum við fella fyrirhugaða góðgerðardaga niður þetta árið og vordagar munu verða með breyttu sniði. Nánari upplýsingar um það munu berast síðar.

Við fögnum því að geta hafið skólastarf að nýju með eðlilegum hætti og færum foreldrum og forráðamönnum þakkir fyrir alla þá þolinmæði og stuðning sem þeir hafa sýnt á undanförnum vikum.

Gleðilegt sumar