Einar Kárason í heimsókn

Nemendur í 10. bekk fengu Einar Kárason rithöfund í heimsókn í dag.  

Einar skrifaði bókina Djöflaeyjan sem nemendur eru að lesa þessa dagana.  Hann sagði frá tilurð sögunnar, af hverju áhugi hans kviknaði á þessu efni og hvernig bókin varð til. Einnig ræddi hann einstaka persónur í sögunni og hvernig margar þeirra eiga sér lifandi fyrirmynd í raunveruleikanum.

Hann sagði okkur aðeins frá sjálfum sér, uppvaxtarárum sínum í Reykjavík en einnig aðeins frá lífi sínu sem rithöfundur.  Nemendur voru mjög áhugasamir og heimsókn Einars mun sannarlega hjálpa þeim við lestur bókarinnar.