Starfsdagur og haustfrí

Vegna haustþings kennara á Suðurlandi verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 5. október n.k. og því mæta nemendur ekki til skóla þann dag.

Frístundaheimilil Hólar er opið þann dag fyrir þá sem þar eru skráðir.  Þó þarf að skrá þennan dag sérstaklega.

Þingið hefst e.h. fimmtudaginn 4. október og því lýkur kennslu þann dag sem hér segir:
1. – 4. bekkur:    kennslu lýkur samkvæmt stundaskrá, engin breyting.
5. – 7. bekkur:    kennslu lýkur kl. 13:00
8. – 10. bekkur:    kennslu lýkur kl. 12:40 (matartími til kl. 13:10)

Dagana 18. og 19. október n.k. er haustfrí í Sunnulækjarskóla og því verður skólinn og allar deildir hans lokaður þá daga.