Næstkomandi mánudag, 11. mars kl 20:00, mun foreldrafélag Sunnulækjarskóla bjóða upp á fyrirlestur Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings um forvarnir gegn einelti og úrvinnslu eineltismála.
Fyrirlesturinn er liður í endurskoðun og uppfærslu á eineltisáætlun Sunnulækjarskóla og vel til þess fallinn að halda athyglinni og umræðunni um mikilvægis forvarna gegn einelti vakandi.
Við hvetjum alla sem tök hafa á að koma og hlusta á Kolbrúnu.
Auglýsingu um fyrirlesturinn má nálgas hér!