Foreldradagur

Foreldraviðtöl eru samkvæmt skóladagatali þriðjudaginn 31. janúar. Opnað verður fyrir tímapantanir í viðtölin mánudaginn 23. janúar. Meðfylgjandi er slóð á myndband með leiðbeiningum fyrir foreldra um hvernig panta skuli viðtal.
https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin en eru ekki í skólanum þann dag að öðru leyti. Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.

Nemendafélagið ætlar að selja kaffi, kakó og vöfflur til styrktar félaginu. Þar sem ekki er unnt að taka við greiðslukortum biðjum við foreldra að hafa með sér lítilræði af peningum til að kaupa sér hressingu af nemendum.