Árshátíð unglingadeildar

Sú breyting hefur orðið á skóladagatali að árshátíð unglingadeildar færist frá 9. febrúar til 2. febrúar. Nemendur í unglingadeild fá samkvæmt venju frí í fyrstu tveim tímunum daginn eftir árshátíð, föstudaginn 3. febrúar og mæta því til kennslu kl. 9:50.

Húsið opnar kl. 18:30 og líkt og áður verður glæsilegur kvöldverður og skemmtidagskrá með borðhaldinu í Fjallasal. Dansleikur verður að loknum mat í íþróttahúsinu og lýkur dagskrá kvöldsins kl. 23:00. Miðaverð er 3000 kr. Systkinaafsláttur er veittur og þá er miðaverð 2500 kr. á mann.