Foreldrafundir í Sunnulækjarskóla
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Ykkur er hér með boðið til foreldrafundar í Sunnulækjarskóla þann 20. nóvember n.k.
Sú breyting er nú gerð frá fyrri árum að viðtalstímum er ekki lengur úthlutað á hvern nemanda heldur gefst foreldrum kostur á að bóka sér viðtalstíma.
Til þess þurfa foreldrar skrá sig inn á Mentor, velja reitinn sem heitir foreldravefur og bóka tíma fyrir viðtöl vegna sinna barna. Opnað verður fyrir skráningar á Mentor mánudaginn 9. nóvember.
Myndbandsleiðbeiningar um bókunarkerfið er að finna á slóðinni hér að neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g&feature=player_embedded
Sumir kennarar bjóða upp á þann möguleika að bóka tíma 19. eða 20. nóvember eftir því hvort hentar foreldrum betur. Ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta á þeim tíma sem boðið er upp á þarf að hafa samband við umsjónarkennara og finna annan fundartíma í samráði við hann.
Á fundinum munum við m.a. ræða um líðan og gegni barnsins í skólanum.
Foreldrar og nemendur eru beðnir um að mæta stundvíslega.
- Nemendafélagið verður með kaffisölu á foreldradeginum.
- Munið starfsdag, fimmtudaginn 19. nóvember, en þá er enginn skóli hjá nemendum.