Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni.


Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkja stendur nú fyrir dyrum. 
Undankeppnin í Sunnulækjarskóla var í morgun.  

Lesturinn var frábær og lásu nemendur bæði sögubrot og ljóð.
Það reyndist þrautin þyngri fyrir dómnefndina að velja fulltrúana úr hópi frábærra lesara.

Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir, Ólöf Eir Jónsdóttir og Þorkell Ingi Sigurðsson voru valin sem fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni.

Mánudaginn 14. mars munu þau keppa í Hveragerði fyrir hönd Sunnulækjarskóla við nemendur úr öðrum skólum á svæðinu.


Við óskum þeim góðs gengis í Hveragerði.