Gjöf frá foreldrum

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla kom færandi hendi til okkar í vikunni og færði okkur veglegar gjafir.

Gjafirnar að þessu sinni eru bæði inni- og útileikföng sem munu nýtast nemendum og kennurum við leiki og nám.

Við þökkum foreldrum kærlega fyrir gjafirnar og þann hug sem þeim fylgir.