Alþjóðlegur dagur móður jarðar

Föstudaginn 22. apríl var alþjóðlegur dagur móður jarðar, en dagurinn hefur verið helgaður fræðslu um umhverfismál og er haldinn hátíðlegur víða um heim.

Nemendur í 1. bekk hittu vinabekk sinn, 6. bekk í tilefni dagsins og tíndu saman rusl í nágrenni við skólann í frábæru veðri. Alls fylltust rúmlega 20 ruslapokar. Á meðfylgjandi myndum má sjá þessa duglegu nemendur Sunnulækjarskóla stilla sér upp stoltir eftir góða samvinnu.

 

 

mj03b mj01 mj02