Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla

Vantar ykkur jólagjafir?

Nú eru nemendur Sunnulækjarskóla búnir að framleiða reiðinnar ósköp af alls kyns spennandi varningi og munu opna fjölda sölubása í skólanum á morgun, föstudaginn 25. nóvember, kl. 11:00.  Allur ágóði rennur til góðgerðamála í sveitarfélaginu.

Börnin hafa staðið sig frábærlega og sýnt af sér áræðni, hugmyndaauðgi, þrek og þor og síðast en ekki síst mikla hæfni í samvinnu og samskiptum.  Kennarar og aðrir starfmenn eru afar stoltir af nemendunum og nemendurnir af verkum sínum og því mega foreldrar vera stoltir af börnum sínum.  Auk sölubásanna verður kaffihús á staðnum sem nemendur sjá um að reka og hafa undirbúið kaffimeðlæti sem verður til sölu á kaffihúsinu.  

Á morgun munu börnin bíða spennt eftir gestum og því er það ósk okkar að sem allra flestir sjái sér fært að kíkja til okkar milli kl. 11 og 13.  Því miður verða engir posar á staðnum og því mikilvægt að gestir hafi með sér reiðufé og jafnvel skiptimynt því ef að líkum lætur gæti stundum reynst erfitt að gefa til baka af stórum seðlum.

 dsc_0387 dsc_0384 dsc_0380 dsc_0377 dsc_0375 dsc_0374 dsc_0363 dsc_0345 dsc_0339