Vettvangsferðir valhópa

Þann 14. nóvember s.l. lögðu þrír af valhópum Sunnulækjarskóla í ferðalag til Reykjavíkur.  Þetta voru valhóparnir Litun og prent, Textíl og Nýsköpun, samtals um 30 nemendur. Lagt var af stað árla morguns og farið með Strætó báðar leiðir.

Hóparnir úr Litun og prent og Textíl heimsóttu bæði Tækniskólann og Listaháskóla Íslands. Markmið þeirra var að kynnast starfi skólanna. Í Tækniskólanum voru tvær brautir kannaðar, annars vegar Fataiðnbraut og hins vegar Hönnunar og nýsköpunarbraut.  Í Listaháskólanum fengum nemendur svo að kynnast fatahönnun. Ferðin var bæði áhugaverð og skemmtileg.

Nemendur úr Nýsköpunarvali fóru í heimsókn í Fablab verksmiðjuna í Reykjavík. Markmið þeirra var að vinna afurðir sem hannaðar höfðu verið í valáfanganum Nýsköpun hér í Sunnulækjarskóla sem  kennarinn hafði í farteskinu á minnislykli.

Í Fablab verksmiðjunni í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti tók umsjónarmaður ásamt gestakennurum frá Finnlandi á móti hópnum. Öll kennslan fór fram á ensku þannig að athyglin þurfti að vera í lagi á meðan útskýringarnar fóru fram.  Nemendurnir voru til fyrirmyndar og var haft orð á því hve duglegir og samviskusamir þeir væru og virkilega gaman að hafa svona hóp.  Allir unnu verkefni í vinilskera ásamt því að nokkrir gerðu verkefni í laserskera bæði í plexigler og MDF plötu. Um kl. 14:30 þegar heimsóknin var komin að lokum voru nokkrir nemendur ekki tilbúnir að fara og vildu gjarnan vera lengur.

Hóparnir sameinuðust svo aftur í Mjóddinni áður en þeir fóru með strætó í Grillhúsið þar sem allir gæddu sér á girnilegum mat.   Að lokum var ákveðið að fara í ævintýraferð og labba upp í Mjódd og varð úr því mikil skemmtun.

Þessi ferð heppnaðist í alla staði mjög vel og voru það ánægðir og þreyttir ferðalangar sem komu heim með afurðir sínar.

taekniskolinn-1 taekniskolinn-2 taekniskolinn 001 002 003 004