Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla

Í dag, 12. desember, hefjast árlegir góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla.

Þá daga vinna nemendur að gerð margskona varnings sem verður svo seldur á góðgerðardaginn sjálfan, fimmtudaginn 14. desember.

Framleiðsla nemenda er að mestu leyti unnin úr endurvinnanlegu efni.

Góðgerðardaginn 14. desember höldum við veglega uppskeruhátíð þar sem allir eru hjartanlega velkomnir, foreldrar, afar, ömmur, ættingjar og vinir.

Á hátíðinna verða sölubásar í íþróttahúsinu þar sem varningurinn verður til sölu.

Í Fjallasal verður kaffihús þar sem kaffi, kakó og meðlæti verður selt.

Þar verður einnig lifandi tónlist í boði nemenda sem stunda nám við Tónlistarskóla Árnessýslu.

Hátíðin stendur frá kl. 10:00 – 12:30.  Engir posar verða á staðnum og því þurfum við að hafa með okkur peninga.

Að þessu sinni mun allur ágóði renna til Krabbameinsfélags Árnessýslu.