Grunnskólamót í sundi

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Laugardalslauginni fimmtudaginn 30. mars. Börnin stóðu sig vel og voru sér og sínum skóla til sóma.

34 skólar tóku þátt með yfir 500 keppendum. Keppt var í tveimur flokkum; miðstigi (5.-7. bekk) og unglingastigi (8-10. bekk) og synt var 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð.

Mótið er útsláttarkeppni þar sem fyrst var keppt í undanrásum níu hröðustu úr hvorum flokki komust áfram í fyrri undanúrslit. Sex hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og þrjár hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin. Ekki komust við áfram í milliriðla en allar sveitirnar áttu flotta spretti og börnin algjörlega að gera sitt besta.

Í miðstigssveitinni (5.-7.bekk) vorum við með tvö lið. Hið fyrra skipað þeim: Ásu Kristínu Jónsdóttur, Friðveigu Dögg Sveinsdóttur, Hildi Tönju Karlsdóttur, Söru Lind Aronardóttur, Almari Öfjörð Steindórssyni, Jakub Oskari Tomczyk, Sindra Snæ Bjarnasyni og Viktori Inga Sveinssyni. Og hið síðara en ekki sísta: Elsu Malen Vilhjálmsdóttur, Rebekku Rós Kristinsdóttur, Svövu Hlynsdóttur, Thelmu Karen Siggeirsdóttur, Adam Frey Gíslasyni, Jón Smári Guðjónssyni, Leifi Þór Leifssyni og Tómasi Orra Kjartanssyni.

Í unglingasveitinni (8.-10.bekk) voru: Elísabet Helga Halldórsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Sara Ægisdóttir, Thelma Ína Magnúsdóttir, Arnar Svan Ævarsdóttir, Daníel Karl Gunnarsson, Einar Ísak Friðbertsson og Tryggvi Sigurberg Traustason. Þau stóðu sig mjög vel og voru nálægt því að komast í undanúrslit en tólfta sætið var niðurstaðan.

 

Hluti keppenda í unglingaflokki
Hluti miðstigs drengjakeppenda
Hluti stúlknakeppenda frá bæði mið- og unglingastigi
Sara Ægisdóttir stingur sér til sunds