Grunnskólamót í sundi

Grunnskólamót í sundi

Nemendur Sunnulækjarskóla tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fram fór í Laugardalslaug, þriðjudaginn 26. mars. Farið var í rútu ásamt nemendum Vallaskóla.

Rúmlega 40 skólar tóku þátt með yfir 600 keppendur en mótið fer stækkandi ár hvert. Keppt var í tveimur flokkum; miðstigi (5.-7. bekk) þar sem 53 lið tóku þátt og unglingastigi (8-10. bekk) þar sem 28 skólar tóku þátt. Ekki komust við áfram í milliriðla að þessu sinni en allar sveitirnar áttu flotta spretti þar sem börnin voru algjörlega að gera sitt besta.

Synt var 8×25 metra boðsund með frjálsri aðferð, blandaðar sveitir skipaðar fjórum strákum og fjórum stelpum. Mótið er útsláttarkeppni þar sem fyrst var keppt í undanrásum. Níu hröðustu sveitirnar úr hvorum flokki komust áfram í fyrri undanúrslit. Sex hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og þrjár hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin.

Í miðstigssveitinni vorum við með eitt lið, lentum í 25. sæti og náðum öðrum besta tíma skólans frá upphafi.

Miðstigslið: Alexander Orri Júlíusson, Atli Dagur Guðmundsson, Tómas Örn Harðarson, Benjamín Rökkvi Sigvaldason, Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, Elísa Hlynsdóttir, Bergrós Björnsdóttir og Tinna Lind Aronardóttir


Unglingaliðin stóðu sig mjög vel, voru á frábærum tíma. A liðið var nálægt því að komast í undanúrslit og náði besta tíma skólans frá upphafi og lentu í 14. sæti. B liðið var rétt á eftir í 18. sæti á flottum tíma líka.

A lið: Sindri Snær Bjarnason, Guðmundur Tyrfingsson, Elvar Eli Hallgrímsson, Matthías Veigar Ólafsson, Thelma Ína Magnúsdóttir, Ingveldur Jóna Þorbjörnsdóttir, Hera Lind Gunnarsdóttir og Birta Sif Sævarsdóttir.

B lið: Jakub Óskar Tomczyk, Sigurður Hjaltason, Reynir Freyr Sveinsson, Oliver Jan Tomczyk, Erla Karítas Davíðsdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Friðveig Dögg Sveinsdóttir og Guðbjörg Lísa Guðmundsdóttir.

Úrslitin má nálgast í heild sinni á heimasíðu Sundsambandsins:

Miðstig: https://live.swimrankings.net/24195/ResultList_1.pdf

Unglingastig: https://live.swimrankings.net/24195/ResultList_2.pdf

Fyrir foreldra barnanna bendum við á facebook síðu Sundsambandsins. ffff