Grunnskólamót í sundi

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Laugardalslauginni og stóðu þau sig frábærlega og voru sér og sínum til sóma.

19 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var í 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. 17 lið voru í yngri flokknum og 13 í þeim eldri.

Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin.

Í miðstigssveitinni(5.-7.bekk) voru: Alexander Hrafnkelsson, Arnar Ingi Júlíusson, Eydís Lilja Guðlaugsdóttir, Haukur Þrastarson, Katla María Magnúsdóttir, Katrín Erla Kjartansdóttir, Martin Bjarni Guðmundsson og Sara Ægisdóttir. Þau komust áfram í undanúrslit með 5. besta tímann og enduðu síðan í 6. sæti.

Í unglingasveitinni(8.-10.bekk) voru: Arnór Daði Jónsson, Bjarki Þór Sævarsson, Dröfn Sveinsdóttir, Eydís Líf Þórisdóttir, Hlynur Steinn Bogason, Jónína Guðný Jóhannsdóttir, Rikharð Atli Oddsson og Sigríður Steinunn Einarsdóttir. Þau lentu í 9.sæti hársbreidd frá því að komast í undanúrslit.