Hár og förðun

Nemendum Sunnulækjarskóla gefst kostur á að læra um hár og förðun í vali. S.l. fimmtudag fór hópurinn í heimsókn á hársnyrtistofuna Krítik.
Þar fengu nemendur tækifæri til að þvo og blása hár og fengu þannig innsýn í starf hárgreiðslufólks.

Við þökkum hársnyrtistofunni Krítik fyrir móttökurnar og lánið á aðstöðu og búnaði.