Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz var haldin föstudaginn 22. október s.l. Skemmst er frá því að segja að í þremur efstu sætunum lentu stúlkur úr Sunnulækjarskóla. Í fyrsta sæti lenti Sigríður Emma Guðmundsdóttir í öðru sæti varð Kristín Rut Eysteinsdóttir og í því þriðja Margrét Arnardóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og er það mikill fengur að hafa slíka söngfugla í okkar röðum.