Harpa Dís í heimsókn

Í dag kom Harpa Dís Hákonardóttir, rithöfundur í heimsókn.

Harpa Dís er 16 ára og var að gefa út fyrstu bókina sína nú fyrir jólin.  Bókin heitir Galdrasteinninn.

Harpa Dís heimsótti nemendur í 5. og 6. bekk og las upp úr bókinni sinni fyrir þau.  Nemendunum fannst sagan afar áhugaverð og spennandi að vita af því að hægt er að skrifa sögu og gefa út bók aðeins 16 ára.