Heimsókn á Listasafn Árnesinga

Í dag þriðjudag fór 3. bekkur í heimsókn á Listasafn Árnesinga í Hveragerði og kíkti á sýninguna Einu sinni var… Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Sýningin byggir á Þjóðsögum Jóns Árnasonar og myndlýsingum Ágríms Jónssonar. Heimsóknin er hluti af samstarfi grunnskóla í Árnessýslu og verða verkefni tengd sýningunni unnin í vetur í myndmenntasmiðju. Nemendur munu m.a. fá að setja upp þau verk sem unnin verða í myndmennt á sýningu síðar á skólaárinu.

Nemendur í 3. bekk höfðu gaman af heimsókninni og voru skólanum til mikils sóma.