Heimsókn frá Amnesty International

 

Fimmtudaginn 21. nóvember s.l. fengu nemendur í  9. og 10. bekk heimsókn frá Amnesty International sem kynnti  samtökin og það mikilvæga starf sem að þau eru að vinna í þágu mannréttinda.  Krakkarnir fengu það verkefni að búa til samfélag sem verndaði réttindi þegnanna en máttu aðeins búa til þrjár reglur og þurftu að rökstyðja valið á þeim. 

Nemendur skemmtu sér vel um leið og þau lærðu ýmislegt um mannréttindi. Viljum við þakka félögunum frá Amnesty fyrir skemmtilega og uppfræðandi heimsókn.

 

DSC00168 DSC00169 DSC00176 DSC00186