Í 6. bekk hafa nemendur lesið söguna um Benjamín dúfu, horft á kvikmyndina og skrifað ritgerð. Á dögunum heimsótti Friðrik Erlingsson, höfundur sögunnar, okkur og sagði skemmtilega frá því hvernig sagan varð til, persónunum og sögusviðinu og gerð myndarinnar. Þetta var óvænt og skemmtileg heimsókn sem við kunnum vel að meta.