Nemendur í 10. bekk heimsóttu Tækniskólann í Reykjavík nýverið. Þar fengu þau að kynnast fjölbreyttum möguleikum sem bjóðast til náms í skólanum, bæði til sveinspróf og stúdentsprófs.
Nemendur heimsóttu meðal annars Stýrimannaskólann og fengu að stýra skipi undir Stórabeltisbrú í hermi. Þau kíktu í Margmiðlunarskólann og sáu svokallaðan „green screen“ sem notaður er til að vinna tæknibrellur í kvikmyndum. Í Handverksskólanum skoðuðu þau hönnun og hárgreiðslu og í gamla Iðnskólanum heimsóttu þau nema í rafmagnsfræði og byggingafræði.
Að lokum var farið á Eldsmiðjuna þar sem dagurinn var kláraður með nokkrum pizzusneiðum. Nemendur fóru heim töluvert fróðari um þá námsmögulega sem í boði eru eftir að þau útskrifast úr grunnskóla.