Heimsókn úr 1. bekk Vallaskóla

Í dag fengum við nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla nemendur úr 1. bekk í Vallaskóla í heimsókn.

Við buðum þeim að taka þátt í stöðvavinnu þar sem nemendur blönduðust saman í námi og leik.

Hóparnir hafa hist tvisvar sinnum í vetur. Þetta var skemmtilegur dagur og við ætlum að halda þessu samstarfi skólanna áfram.