Krakkarnir í 7.MSG hafa verið að vinna að mjög skemmtilegu verkefni sl. mánuð. Þau ákváðu að stofna hótel, kjósa sér hótelstjóra og kjósa svo nafn á hótelið „Hótel Lækur“. Það var farin vettvangsferð á Hótel Selfoss og þar kynntu börnin sér ýmislegt er varðar hótelrekstur. Því næst sköpuðu þau störf, gerðum starfslýsingar og sóttu svo um. Margir lögðu mikla vinnu í umsóknirnar. Hótelstjóri tók viðtal við alla og samdi um kaup og kjör. Börnin skipuðu sér svo í hópa þar sem sumir gerðu kostnaðaráætlun fyrir hótelið, aðrir launakostnaðaráætlun, einn hópur gerði kynningarbækling og annar gerði matseðil bæði á íslensku og ensku. Einnig voru gerð fjögur kynningarmyndbönd um þjónustuna sem er í boði á hótelinu.
Verkefnið endaði með opnunarhátíð á kennslusvæði bekkjarins sem búið var að breyta í veitingastað. Börnin komu með kex og snakk að heiman en kennari skaffaði djús, kaffi og kerti. Foreldrum, stjórnendum og 7.ÁT var boðið á hátíðina þar sem nemendur kynntu verk sín og þjónuðu til borðs.