Bjart er yfir Betlehem…

Ljúfur englasöngur hljómaði um sali og göng Sunnulækjarskóla í morgun þegar 4. bekkur bauð foreldrum til forsýningar á Helgileik 2012. 

Á hverju ári sjá nemendur og kennarar í 4. bekk um að setja upp og sýna helgileikinn þar sem segir frá fæðingu Jesú. Leiksýningin er sýnd í upphafi Litlu jólanna sem verða á morgun fimmtudaginn 20. desember.  Daginn fyrir frumsýningu er foreldrum boðið til forsýningar.  Að þessu sinni voru 55 leikendur í sýningunni. 

Við þökkum leikendum og leikstjórum fyrir.