Karlmennskan

Þann 20. apríl fengum við Þorstein V. Einarsson til að vera með fyrirlestur í unglingadeild sem ber heitið Karlmennskan.  Þorsteinn er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands en starfaði lengi sem forstöðumaður og deildarstjóri félagsmiðstöðva í Reykjavík. Frá því í lok árs 2018 hefur hann starfað við fyrirlestra, pistla og greinaskrif og þáttagerð um karlmennsku og jafnréttismál. Markmiðið er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennsku hugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðari karlmennsku  og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.