Kór Sunnulækjarskóla

Kór Sunnulækjarskóla hélt sína fyrstu tónleika á miðvikudag sl. fyrir fullu húsi aðstandenda. Kórfélagar stóðu sig mjög vel og var gerður góður rómur að song og ekki síst sönggleði kórsins. Tónlistin var fjölbreytt og spannaði allt frá hefðbundnum barna- og kórlögum til Pink Floyd og KK svo eitthvað sé nefnt. Kórinn hyggur á aðra tónleika í vor með nýrri efnisskrá. Á meðfylgjandi myndbandi má heyra tóndæmi frá tónleikunum.

Stjórnendur kórsins eru Alexander Freyr Olgeirsson og Stefán Þorleifsson