Innanhúshátíð í upplestri í 7. bekk

Haldin var innanhúshátíð í upplestri í 7. bekk 18. mars sl. Tólf nemendur tóku þátt í henni en áður höfðu allir nemendur 7. bekkjar tekið þátt í undirbúningi og bekkjarkeppnum. Allir nemendur árgangsins hafa verið að æfa sig í upplestri þar sem horft er til þess að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Í öllum undirbúningnum var sjónum beint að því að hver og einn upplifi sigur sem felst í því að koma fram fyrir aðra og flytja texta. Það var ánægjulegt að sjá alla þá sigra sem áttu sér stað bæði í undirbúningnum og á lokahátíðinni sjálfri.
Á lokahátíðinni lásu nemendur texta úr bókinni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og að lokum ljóð að eigin vali.
Þrír nemendur ásamt einum varamanni munu halda til Stokkseyrar á upplestrarkeppni Árborgar sem haldin verður fimmtudaginn 24. mars. Á hátíðinni munu sigurvegarar skólanna í Árborg lesa brot úr skáldverki og ljóð.
Þeir nemendur sem munu taka þátt í upplestrarkeppni Árborgar fyrir hönd Sunnulækjarskóla eru:

Borgþór Gunnarsson
Elva Lillian Sverrisdóttir
Elvar Atli Guðmundsson
varamaður er Adríana Dís Sigurjónsdóttir

Gildi keppninnar eru framkoma, virðing og gleði.