Þessa vikuna er kynning á frjálsum íþróttum í íþróttatímum hjá öllum árgöngum og sýnist íþróttakennurum það mælast vel fyrir.
Kynningin er í höndum frjálsíþróttamannsins Ólafs Guðmundssonar, verkefnastjóra frjálsíþróttaráðs HSK og þjálfara meistarahóps Selfoss og Laugdæla. Kynningin gekk vel, góð tilþrif sáust og ljóst að það er nægur efniviður fyrir hendi.
Grunnskólamót HSK fyrir 5.-10. bekk fer svo fram á Laugarvatni á fimmtudag og því flott að fá svona kynningu fyrir börnin sem eru sér í lagi óvön frjálsum íþróttum.
Íþróttakennarar stefna á að hafa kynningar frá fleiri deildum innan Ungmennafélagsins og geta forsvarsmenn sett sig í samband við þá eða þá að íþróttakennarar leita til einhverra deildanna og fá vonandi jákvæð svör.