Setrinu færður iPad að gjöf

Setrinu í Sunnulækjarskóla barst höfðingleg gjöf í vikunni.  Gjöfin sem er iPad er frá fyrirtæki á Selfossi og erum við afar þakklát fyrir hana. Ipadinn mun nýtast mjög vel í skólastarfi Setursins sem námstæki og til tjáskiptaþjálfunar. Nokkrir nemendur eru þegar farnir að koma með eigin iPad og spjaldtölvur í skólann.   Nú á Setrið sinn eigin iPad gefur það okkur möguleika á að þróa betur hvernig hægt er að nýta forritin og snertitæknina til að efla sjálfstraust og námsgleði nemenda.