Sunnulækjarskóli
Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara og þroskaþjálfa til starfa skólaárið 2013 -14
Meðal kennslugreina er íslenska, stærðfræði og enska á mið- og elsta stigi og tónmennt á yngsta og miðstigi. Þá vantar sérkennara og þroskaþjálfa til starfa.
Umsækjandi um kennarastarf þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar.
Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2013.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss.
Skólastjóri