Hjólaferð útivistarhóps

Þann 22. maí sl. fór útivistar hópur úr 9.-10. bekk Sunnulækjarskóla í hjólaferð alla leið til Hveragerðis.

Gekk ferðin mjög vel og tók um 1 ½ klst. og allir skemmtu sér konunglega. Við hjóluðum með nokkrum stoppum og kíktum svo í Kjörís að lokinni ferðinni.

Mikið hefði nú verið gott ef hjólastígur lægi meðfram Þjóðvegi 1 þannig að við hefðum ekki þurft að hjóla út í kanti með bílaumferðina alveg upp við okkur.

mynd 002