Staða aðstoðarskólastjóra við Sunnulækjarskóla er laus til umsóknar
Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf grunnskólakennara, góða stjórnunar- og skipulagshæfileika, mikla hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi. Þekking og færni á sviði stjórnunar í opnum skóla með áherslu á teymisvinnu og einstaklingsmiðaða nálgun er mikilvæg, ásamt áhuga á þróunarstarfi og færni í að leiða teymisvinnu.
Umsókn fylgi greinargerð þar sem fram komi hver er reynsla og menntun umsækjanda, hvaða sýn hann hefur á skólastarf, nýbreytni og hlutverk skólastjórnenda í skólastarfi.
Við Sunnulækjarskóla eru um 550 nemendur í 1. – 10. bekk veturinn 2014 – 15 Frekari upplýsingar má finna á vef skólans http://www.sunnulaekjarskoli.is og hjá skólastjóra, Birgi Edwald í síma 480-5400 eða tölvupósti, birgir@sunnulaek.is.
Umsóknarfrestur er til 4. maí 2014.
Laun fara eftir kjarasamningi LN og KÍ.
Umsókn sendist til skólastjóra Sunnulækjarskóla, Norðurhólum 1, 800 Selfossi.