Samtök móðurmálskennara í samstarfi við íslenskukennara hafa undanfarnar vikur staðið að verkefni sem nefnist Laxnessfjöðrin. Verkefnið var sett af stað til að stuðlar að aukinni ritunarkennslu í unglingadeildum grunnskóla og aukinni færni nemenda í ritlist.
Í síðustu viku fengu þrír nemendur í 9.bekk Laxnesfjöður fyrir framlag sitt á námskeiðinu. Þetta voru Aldís Elva Róbertsdóttir, Stefán Þór Sigtýr Ágústsson og Veigar Atli Magnússon.
Rósa Marta Guðnadóttir og Rúnar Helgi Vignisson mættu í skólann fyrir hönd Samtaka móðurmálskennara til að afenda verðlaunin við hátíðlega athöfn. Örsögur nemenda voru lesnar og boðið upp á léttar veitingar í kjölfarið.
Hér er hægt að lesa þrjár af þeim fjölmörgu skemmtilegu örsögum sem nemendur skrifuðu á tímabilinu.
Án titils
Þegar ég fór í búðina um daginn rakst ég í eina hilluna og það datt allt úr henni. Ég var svo óheppinn að þetta var hillan með olíunni.
Gleymdi ég að minnast á skemmdirnar?
Veigar Atli Magnússon
Flugan
Ég var inni í herberginu hans Palla; djöfull var það skítugt. Eftir að ég var búin að skoða allt húsið ákvað ég að tylla mér á vegginn í stofunni og áður en ég vissi varð allt svart.
Stefán Þór Sigtýr Ágústsson
Endalausi sandkassinn
Ég horfði á alla kennarana grafa og grafa og leita og leita. Ég horfði á þá út um gluggann. Sama hversu lengi þeir grófu og leituðu, hvergi fundust gleraugun mín sem ég týndi í sandkassanum. Það sem þeir vissu ekki var að ég vissi upp á hár hvar gleraugun voru. Ég hafði vitað það allan þennan tíma. Ég dreg gardínuna aðeins betur fyrir gluggakistuna, gjóa augunum að gleraugunum og glotti. Svo held ég áfram að fylgjast með kennurunum í sandkassanum.
Aldís Elva Róbertsdóttir