Lestarspretturinn sem staðið hefur yfir í 5 vikur í 3. bekk er nú formlega lokið. Það er skemmst frá því að segja að nemendur hafa lagt sig gífurlega fram og sýnt verkefninu mikinn áhuga. Á þessu tímabili hafa krakkarnir í 3.bekk lesið 657 bækur og 27.671blaðsíður. Þessi afköst segja meira en mörg orð.
Meginmarkmið átaksins var að efla lestarlöngun hjá nemendum og auka áhuga þeirra á bókalestri almennt. Það er mat kennaranna að svo hafi verið og allir eru sannfærðir um að svona lestarsprettur hafi haft jákvæð áhrif og aukið lestarfærni hjá nemendum.
Allir sem þátt tóku í lestarátakinu fengu viðurkenningarskjal og hvatningu um að halda áfram á sömu braut. Þá fengu nokkrir nemendur sérstaka viðurkenningu fyrir miklar framfarir og sömuleiðis aðrir fyrir jákvæðni,iðni og áhuga.
Á meðfylgjandi mynd sjáum við nemendurna með viðurkenningarnar sínar.