Lestarhestar í 3.bekk

Nemendur í 3. bekk hafa verið afar duglegir að lesa um þessar mundir, en þeir taka nú þátt í sérstöku lestarátaki sem stendur yfir í 6 vikur á miðönn.

Markmið þess er:
-að þjálfa áheyrilegan lestur
-að efla lesskilning og lestarleikni
-að auka lestarlöngun nemandans
-að bæta skrift og setningamyndun
-að kynna nemendum málfræði í texta 

Í skólanum er lögð áhersla á samlestur nemenda úr ákveðnum bókum og fjölbreytta verkefnavinnu tengda því. Síðan er hver nemandi með sína frjálslestrarbók sem hann les úr í hljóði í ákveðnum lestarstundum. Eftir hverja bók sem lesin er vinnur nemandinn stutt verkefni sem reynir á skilning hans. Hver umsjónarhópur reynir að lesa eins margar bækur og hann kemst yfir og allir leggja sig fram.
 Þá eru nemendur líka  hvattir til að lesa heima og vinna stutt verkefni um þær bækur í skólanum.
Á meðfylgjandi myndum sést vel hversu áhugasamir nemendur eru í þessu verkefni, en megintilgangurinn er einmitt að auka áhuga þeirra á bókum og bókalestri.