Kynning á FSu og ML

Þriðjudaginn 31. janúar var haldinn kynningarfundur í Sunnulækjarskóla á tveimur framhaldsskólum, Fjölbrautarskóla Suðurlands og Menntaskólanum á Laugarvatni. 

Það voru námsráðgjafar skólanna sem komu ásamt fulltrúum nemenda og kynntu skóla sína fyrir nemendum 10. bekkjar Sunnulækjarskóla og foreldrum þeirra.

Fundurinn var vel sóttur og greinilegt að skemmtilegur tími er í vændum hjá unglingunum okkar.