Litlu jólin

Litlu jólin 20. desember

Litlu jólin í Sunnulækjarskóla verða miðvikudaginn 20. desember. Eins og áður verður jólaskemmtunin tvískipt og munu eldri nemendur sækja yngri nemendur og fylgja þeim að jólatrénu. Þannig munu nemendur í 1., 4., 6. og 9. bekk halda sína jólaskemmtun kl. 9:10 – 10:45 og nemendur 2., 3., 5., 7., 8. og 10. bekk kl. 11:00 – 12:35. Þennan dag mæta börnin einungis á skemmtunina.

Skemmtunin mun hefjast með jólahelgileik 4. bekkjar. Því næst fara nemendur til umsjónarkennara sinna og eiga jólastund í sínum umsjónarhópi. Þá verður gengið í kringum jólatréð í Fjallasal og hver veit nema jólasveinar líti í heimsókn með eitthvert góðgæti í poka.

Skólavistun verður opin frá kl. 7:45 og verður þeim börnum sem þar dvelja fylgt á jólaskemmtunina á réttum tíma. Öll börn fá kakó og flatkökur á jólastundinni en ekki verður matur í mötuneyti skólans þennan dag. Þau börn sem fara á skólavist eftir skemmtun munu þó borða í skólanum.

Byrjum aftur 3. janúar 2018

Skólahald Sunnulækjarskóla mun svo hefjast að nýju miðvikudaginn 3. janúar og mæta nemendur þá samkvæmt stundaskrá.

Ég vil fyrir hönd starfsfólks Sunnulækjarskóla þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og þann hlýhug sem skólinn hefur notið um leið og ég óska öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

 

Bestu kveðjur,

Birgir Edwald, skólastjóri