Litlu jólin í Sunnulækjarskóla

Litlu jólin í Sunnulækjarskóla verða föstudaginn 18. desember. 

Nú eru nemendur skólans orðnir fleiri en svo að við getum öll komist fyrir á sama tíma umhverfis jólatréð í Fjallasal. Því er nauðsynlegt að skipta jólaskemmtuninni en við viljum samt ekki tapa þeirri gleði sem felst í að eldri nemendur sæki yngri nemendur og fylgi þeim að jólatrénu. Þannig munu nemendur í 3., 4., 7. og 9. bekk halda sína jólaskemmtun kl. 9:10 – 10:50 og nemendur 1., 2., 5., 6., og 8. bekk kl. 11:00 – 12:40.


Skemmtunin mun hefjast með jólaleikriti 4. bekkjar.  Því næst fara nemendur til umsjónarkennara sinna og eiga jólastund í sínum umsjónarhópi.  Þá  verður gengið í kringum jólatréð í Fjallasal og hver veit nema jólasveinar líti í heimsókn með eitthvert góðgæti í poka.