Nýr vefur Sunnulækjarskóla

Í dag var nýr vefur Sunnulækjarskóla tekinn í notkun.

Undanfarið hefur verið unnið að því að flytja það sem gagnlegt er af gamla vefnum yfir á þann nýja. Enn er þó ýmislegt ógert en vonandi tekst okkur að bæta þar úr á næstu dögum.

Til að draga úr líkum á vandamálum sem fylgja þessu umskiptum er tengill neðarlega til vinstri á nýja vefnum yfir á þann gamla og því hægt að nálgast allt efni sem þar er eftir sem áður.

Góðar ábendingar og athugasemdir óskast sendar á
sunnulaekjarskoli@sunnulaek.is.