Menningarheimsókn í Fischersetrið

Nemendum í 10. bekk í Árborg var boðið í menningarheimsókn í Fischersetrið á Selfossi síðastliðinn föstudag, 4. desember.

10. bekkir í Sunnulækjarskóla örkuðu snjóinn á Austurveginn ásamt íslenskukennurum og þar voru þeir fræddir um sögu hússins, Gamla-bankans, og skoðuðu safnið um skákmeistarann Bobby Fischer. Hæst bar svo leiksýningu Elfars Loga Hannessonar sem túlkaði útlagann Gretti sterka Ásmundarson á eftirminnilegan hátt.

 

 

20151204_121907_resized_1 20151204_121043_resized_1 20151204_111641_resized_1