Myndmenntadagur í 2. bekk

Á föstudögum eru myndmenntadagar í 2. bekk.
Síðastliðinn föstudag unnu nemendur með uppstillingu. Þar fengu þeir að spreyta sig á að teikna uppstoppaða rjúpu með svörtum tússlit, tré- og vatnslitum. Hér eru á ferðinni upprennandi listamenn framtíðarinnar.